Heims um bol, helg eru jol (ICELANDIC)
HLJÓÐA NÓTT
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Hvílir barn vært og rótt.
Betlehemsstjarnan með blikinu, skær,
boðar um jörðina tíðindin kær.
:,: Mikil er himinsins náð.:,:
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Heimi í sefur drótt.
Víða þó hirðarnir völlunum á
vaka í myrkrinu fé sínu hjá;
:,: beðið er sólar og dags. :,:
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Himnesk skín ljósagnótt.
Engillinn fagur með orðin svo hlý
ávarpar mennina rökkrinu í:
:,: Lausnarinn fæddur nú er! :,:
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Hjarðmenn burt fara skjótt.
Blíðasti drengur með blessun og frið
brosir í jötunni gestunum við,
:,: helgandi fjárhúsið lágt. :,:
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Hjörtu glöð bærast ótt.
Vitringar, komnir um víðustu lönd,
vegmóðir leggja í frelsarans hönd
:,: reykelsi, myrru og gull. :,:
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Háleit orð spyrjast fljótt.
Krjúpa í lotningu kotið og höll.
Konungi alheimsins fagnar þjóð öll.
:,: Guði sé vegsemd og dýrð! :,:
Submitted by: Sigridur Palamdottir, Sigurdur Arnarson and Sigurður Ægisson